Starfsmannafélögin STÚA og Fjörfiskur, sem eru starfsmannafélög starfsfólks Útgerðarfélags Akureyringa og Samherja á Dalvík, héldu í dag sameiginlegan fjölskyldudag á lóð ÚA á Akureyri. Þátttakan var mjög góð , enda veðrið eins og best verður á kosið. Þetta er í fyrsta sinn sem félögin halda slíkan dag í sameiningu.

Hátíðin hófst fljótlega eftir hádegi. Ragnheiður Rut Friðgeirsdóttir formaður Fjörfisks segir að allir hafi fundið eitthvað við sitt hæfi.

Allt frítt

„Svona dagur kallar eðlilega á töluverðan undirbúning en við erum svo heppin að samstaðan er mikil, þannig verður allt auðveldara og þægilegra. Samherji styður okkur líka vel og félagsstarfið á báðum stöðum er öflugt. Þessi skemmtun var öllum að kostnaðarlausu og það er náttúrulega bara frábært að geta haldið svona glæsilegan fjölskyldudag. Við erum í sjöunda himni, svo mikið er víst,“ segir Ragnheiður Rut Friðgeirsdóttir.

texti og myndir: samherji.is