Árlega Sigló mótið í blaki fer fram í Fjallabyggð um helgina. Mótið í ár heitir Siglómót-Benecta eftir aðalstyrktaraðila mótsins. Keppt verður í tveimur karla deildum og fimm kvennadeildum. Spiluð verður einföld umferð í öllum deildum. Heimamenn í BF verða með liðið BF-Segull í 2. deild karla í kvennadeild verður BF með lið í 1. deild og BF-2 í 4. deild.
Í ár eru 48 lið skráð til leiks, 36 kvennalið og 12 karlalið.
Fyrstu leikir hefjast í dag, föstudag kl. 17.55 og síðan verður spilað blak allt fram til kl. 17.00 á laugardag.
Verðlaunaafhending fer fram í Bátahúsi Síldarminjasafnsins og síðan matur og dansleikur á Kaffi Rauðku.