Íbúar Fjallabyggðar og aðrir gestir fjölmenntu við Menningarhúsið Tjarnarborg í Ólafsfirði þar sem 17. júní var fagnað í Fjallabyggð. Sigurður Valur fráfarandi Bæjarstjóri Fjallabyggðar hélt ræðu og kvaddi bæjarbúa en hann flytur úr sveitarfélaginu á næstunni eða þar til nýr bæjarstjóri verður ráðinn til starfa. Ýmsir aðilar tóku lagið og má nefna að Leikfélag Fjallabyggðar tók nokkur lög og tilkynntu að leikritið Brúðkaup yrði sýnt í haust en því var frestað í vor. Þá voru hoppukastalar fyrir börnin og hægt var að setjast á hestbak svo eitthvað sé nefnt.