Fjöldi manns skemmti sér vel á 75 ára afmæli Skógræktarfélags Siglufjarðar sem fram fór við Leyningsá í Skógræktinni á Siglufirði. Skógurinn var formlega opnaður sem Opinn skógur og voru flutt ávörp í tilefni þess. Þá komu gestir frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands sem haldinn er á Akureyri þessa helgi í rútum en var það hluti af þeirra vettvangsferð. Myndir frá Kristjáni Möller og Skógræktarfélagi Íslands.