Skólahúsin í Fjallabyggð iðuðu af lífi laugardaginn s.l. en þá sýndu nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar afrakstur vinnu sinnar þetta skólaárið á hinum árlega Stórsýningardegi grunnskólans. Fjölmargir bæjarbúar í Fjallabyggð lögðu leið sína í grunnskólann til að skoða verk nemenda sem búið var að stilla upp. Einnig voru ýmis önnur námstengd verkefni til sýnis og yngri bekkirnir buðu upp á atriði í sínum stofum.
Nemendur 9. bekkjar voru með kaffisölu í báðum skólahúsum.. Ágóðinn af sölunni rennur í ferðasjóð bekkjarins. Fleiri myndir má sjá hér.
Heimild og mynd: fjallaskolar.is