Í gær fór fram Fjölskyldudagur Tennis- og Badmintonfélags Siglufjarðar í íþróttahúsinu á Siglufirði. Fjölmargir iðkendur mættu ásamt fjölskyldum sínum og vinum, áttu góðar stundir í íþróttahúsinu og léku sér í badminton. Um 40 börn voru á svæðinu á þessum vel heppnaða fjölskyldudegi TBS.

Fyrr í haust gerði TBS samstarfssamning við Höldur – Bílaleigu Akureyrar og gildir samningurinn til þriggja ára. Félagið er gríðarlega ánægt samninginn og eru komin upp tvö auglýsingaskilti frá Höldur – Bílaleiga Akureyrar í Íþróttahúsinu á Siglufirði.
Höldur – Bílaleiga Akureyrar er með starfstöð á Siglufirði en hún er staðsett á Fiskmarkaði Siglufjarðar.
Frá þessu var fyrst greint á samfélagsmiðlum TBS.
Gæti verið mynd af 6 manns, people standing og innanhúss
Myndir: TBS.

 

Gæti verið mynd af 9 manns, people standing, ball og innanhúss