Siglfirðingur.is greinir frá því að fjöldahjálparstöð Rauða kross deildar Siglufjarðar verði opin á morgun, laugardag, og á sunnudag, frá kl. 14.00 til 17.00, báða dagana. Sjálfboðaliðar frá Akureyrardeild Rauða kross Íslands veita aðstoð vegna áfalls í samfélagi Fjallabyggðar.

Upplýsingar um starfið, símanúmer og staðsetningu er að finna hér á heimasíðu Rauða krossins.

Einnig er hægt að sækja bækling Rauða Krossins “Aðstoð við börn eftir áfall” hér. (Stórt skjal, tekur smá tími að birtast)