Það er óhætt að segja að það vanti ekki fjölbreyttnina í skemmtana- og menningarlífið í Fjallabyggð. Framundan er eitthvað fyrir alla. Lítum nánar á dagskránna um helgina.

Á laugardaginn 22. október verður vetrardagsskemmtun í Tjarnarborg á Ólafsfirði. Hljómsveitin Tvöföld áhrif leikur fyrir dansi. Einnig koma fram Friðrik Ómar, Lísa Hauks og fleiri. Matur, skemmtun og ball á Ólafsfirði !

Einnig á laugardaginn 22. október á Siglufirði verður Pub Quiz eða spurningakeppni haldin á Gistiheimilinu Tröllaskaga(North), eftir keppnina verður 80´s DJ sem spilar tónlist til kl. 01.

Föstudaginn 21. október verður svo fatamarkaður á Siglufirði í Kiwanissalnum kl. 14-18. Í boði verður flottur fatnaður fyrir konur, t.d. kjólar og undirfatnaður, tilvalið í skemmtunina um helgina.

Þá verður boltinn í beinni á Höllinni og pizzu tilboð og opið 14-20 á laugardaginn.