Fjallabyggð fékk fjögur verðtilboð vegna framkvæmda við göngustíg við ósinn við Ólafsfjarðarvatn í Ólafsfirði. Þessi göngustígur liggur frá Vesturhöfninni, suður með ósnum að brúnni og er um 370 metrar. Fjórir verktakar gerðu tilboð og voru öll tilboðin yfir áætluðum kostnaði við framkvæmdirnar.
Fjallabyggð hefur samþykkt að taka tilboði frá Árna Helgasyni í verkefnið en leggur áherslu á að skýr tímamörk verði á verklokum og að tímaáætlun liggi fyrir áður en verkið hefst.
Var þetta samþykkt á fjarfundi Bæjarráðs Fjallabyggðar þann 13.  júní síðastliðinn, en bæjarstjórn á eftir að takamálið fyrir til endanlegar samþykktar.