Fjárveitingar til Vegagerðarinnar hafa á undanförnum árum minnkað eins og til annarra stofnana ríkisins. Fjárveitingar til nýframkvæmda hafa ekki verið þær einu sem hafa minnkað heldur hefur það gerst varðandi alla þætti í starfsemi Vegagerðarinnar. Þar er vetrarþjónustuna ekki undanskilin.

Strax árið 2009 var til að mynda snjómokstursreglum Vegagerðarinnar breytt í ljósi minni fjárveitinga. Þjónustudögum var víða fækkað og þjónustu hætt fyrr á daginn/kvöldin en áður var. Vegagerðin leitaði einnig allra leiða til að hagræða þannig að sem mest mætti þó gera fyrir það fé sem til ráðstöfunar er hverju sinni.

Fjárveitingar til vetrarþjónustunnar hafa numið allt að tveimur milljörðum króna. Fyrir árið 2011 voru þær ríflega 1600 milljónir króna og hafa ekki verið lægri í meira en áratug og munu lækka enn á árinu 2012. Vegna erfiðs tíðarfars, stefnir í að raunkostnaðurinn árið 2011 verði um 1900 milljónir króna. Ekki er útlit fyrir að fjárveitingar til þessa þáttar aukist á næstu árum. Hugsanlega þarf því enn að draga úr þjónustunni.

Texti og mynd: Vegag.is