3. flokki karla í Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar(strákar fæddir 1997 og 1998) hefur verið boðin fjáröflun sem félagið vill endilega reyna notfæra sér. Fjáröflunin tengist þá væntanlegri utanlandsferð flokksins sumarið 2013.

Fjáröflunin felst í vörutalningu í Samkaup/Úrval á Ólafsfirði sunnudaginn 04. nóvember. Vörutalningin myndi byrja klukkan 17:00 og vera til í mesta lagi til 21:00. Samkaup/Úrval vill helst fá 20 aðila í vörutalninguna, og því þurfa allir strákarnir ásamt foreldra/foreldrum að geta tekið þátt.

Það er mjög mikilvægt fyrir flokkinn að fá svona fjáraflanir til að minnka kostnaðinn við væntanlega ferð. Einnig er þetta góð leið til að þjappa öllum hópnum saman, þ.e. strákunum og foreldrum.

Heimild: www.kfbolti.is