Í drögunum að fjárhagsáætlun Hörgársveitar er miðað við að heildarrekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2012 verði 353 millj. kr., rekstrarafgangur verði að lágmarki 8% af skatttekjum og að frá rekstri til framkvæmda verið varið 5 millj. kr.
Sveitarstjórn Hörgársveitar hefur samþykkt að fjárhagsrammar fastanefnda vegna vinnslu á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2012 verði sem hér segir:
· Félagsmála- og jafnréttisnefnd 18,0 millj. kr.
· Fræðslunefnd 209,0 millj. kr.
· Menningar- og tómstundanefnd 69,0 millj. kr.
· Skipulags- og umhverfisnefnd 14,0 millj. kr.
· Atvinnumálanefnd 2,5 millj. kr.
· Fjallskilanefnd 3,0 millj. kr.