Fjarðarhjólið fór fram í Ólafsfirði laugardaginn 7. september síðastliðinn.
Í 30 km Rafhjólaflokki sigruðu Hjalti Jónsson og Björk Óladóttir, í 20km Rafhjólaflokki sigarði Finnur Steingrímsson, í 10km Rafhjólaflokki sigruðu Árni Helgason og Ásdís Ýr Kristinsdóttir.
Í 18km skemmtihjólinu voru 38 þátttakendur og í barnahjólinu 22 þátttakendur. Alls voru skráðir 87 keppendur í Fjarðarhjólið í ár.
Fjarðarkóngur varð Hjalti Jónsson og Fjarðardrottning Björk Óladóttir. Hjalti gekk 30km Fjarðargönguna á 1:53:49, hljóp 32km Fjarðarhlaupið á 4:07:27 og hjólaði 30km Fjarðarhjólið á 1:24:22.
Björk gekk 30km Fjarðargönguna á 2:15:43, hljóp 32km Fjarðarhlaupið á 4:40:51 og hjólaði 30km Fjarðarhjólið á 1:57:35.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjarðargöngunni ásamt meðfylgjandi myndum.
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA