Fjarðarhjólið og Fjarðarhlaupið fer fram á Ólafsfirði föstudaginn 5. og laugardaginn 6. ágúst. Skráning í fullum gangi á https://netskraning.is/fjardarhlaupid-og-fjardarhjolid/.

Fjarðarhjólið

Fjarðarhjólið verður haldið föstudaginn 5. ágúst kl. 18:00 á Ólafsfirði.

Hjólað er á fjallahjólum bæði á malbiki og slóðum í Tindaöxl auk þess sem brautin liggur í gamla Múlaveginum, Bárubraut og meðfram Ólafsfjarðarvatni. Skemmtilegur 10 km hringur með frábæru útsýni yfir Ólafsfjörð og hækkun um 200m. Einnig bjóðum við upp á RAFHJÓLAFLOKK þar sem hjólaðir verða tvær vegalengdir, 10km og 30km og er brautin aðeins erfiðari fyrir Rafhjólaflokkinn.

Vegalengdir í Fjarðarhjólinu:
3km/7km, skemmtiflokkur fyrir alla, þátttakandi ræður vegalengd, 2.000 kr.
10 km, karlar og konur, 4.000 kr. hækkar í 6.000 kr. 2.ágúst.
20 km, karlar og konur 17 ára og eldri, 6.000 kr. hækkar í 8.000 kr. 2.ágúst..
10 km, RAFHJÓL, karlar og konur, 4.000 kr. hækkar í 6.000 kr. 2.ágúst.
30 km, RAFHJÓL, karlar og konur 17 ára og eldri, 6.000 kr. hækkar í 8.000 kr. 2.ágúst.
Fjarðarhjól 21km og hlaup 20km 17 ára og eldri, 9.000 kr. hækkar í 12.000 kr. 2.ágúst.

Drög að dagskrá föstudaginn 5. ágúst:
15-17:30 Afhending mótsgagna
18:00  Rafhjólaflokkur ræstur 10km og 30 km
18:05  Fjarðarhjólið 21 km
18:10  Fjarðarhjólið 14 km og 3km/7km

Fjarðarhlaupið

Hlaupið er ræst í miðbæ Ólafsfjarðar og hlaupið sem leið liggur upp gamla Múlaveginn að Bríkargili. Þar er snúið við, hlaupið til baka og inn Brimnesdal að vatnsbóli Ólafsfjarðar. Þar er farið yfir á sem er brúuð og upp á efsta hjalla Tindaaxlar þar sem er frábært útsýni yfir Ólafsfjörð. Hlaupið er í suður á efsta hrygg að skíðalyftunni og þar hefst lækkun á skíðasvæðinu. Þegar komið er framhjá skíðaskálanum er hlaupið niður Túngötu, undir stökkpallinn og að Tjarnarborg, en þar eru komnir 10km. Í 20km hlaupinu er haldið áfram frá Tjarnarborg í suður, gegnum tjaldsvæðið, skólalóð og hlaupið með Ólafsfjarðarvelli að Hornbrekku.
Þar hefst hækkun upp að snjóflóðavarnargarði og þar efst tekinn slóði í hlíðum fjallsins suður að Burstabrekkudal. Komið niður við Tröllakot og hlaupið í suður fyrir neðan Hlíð inn í vegslóða í Bárubraut. Þá er haldið niður að Ólafsfjarðarvatni og hlaupið þar með því á malbiki inn í bæinn og endar hlaupið eftir Bylgjubyggð, Ægisbyggð og Aðalgötu að Tjarnarborg.
Vegalengdir í Fjarðarhlaupinu:
3,5km/7km, skemmtiflokkur fyrir alla, þátttakandi ræður vegalengd
10 km, karlar og konur,
20km, karlar og konur 17 ára og eldri
Fjarðarhjól 21km og hlaup 20km 17 ára og eldri
Drög að dagskrá fyrir laugardaginn 6. ágúst:
8-10:30  Afhending keppnisgagna (staðsetning nánar auglýst síðar)
11:00  Fjarðarhlaupið 20km
11:05  Fjarðarhlaupið 10km og 3,5/7km
Nánari upplýsingar á vef Skíðafélags Ólafsfjarðar.