Búið er að fresta Fjarðargöngunni í Ólafsfirði sem átti að fara fram um 7.-8. febrúar fram til 28.febrúar og 1. mars.
Snjóleysi er ástæðan fyrir frestun, en í Ólafsfirði er því miður enginn snjór, aðalega skítugir ruðningar og svell. Spáin næstu daga gerir ráð fyrir rigningu, roki og hita svo fresta verður þessu árlega móti.