Árlega skíðagöngumótið, Fjarðargangan fer fram í Ólafsfirði um helgina. Á föstudagskvöldið verður næturganga í tveimur vegalengdum, 7,5 og 15 km. Á laugardag verður svo keppt í aðalkeppninni, Fjarðargöngunni og er keppt í 30 km, 15 km, 7,5 km og 3,5 km.  Nokkrir heimamenn og árlegir gestir eru þegar skráðir á mótið og hafa nokkrir skráð sig bæði á föstudags og laugardagsgöngurnar. Skráning og nánari upplýsingar eru hér:

 

Dagskrá mótsins:

Föstudagur 9.febrúar
16:00 – 20:30 Sölubásar í íþróttahúsi (Ísfell Húsavík, Fjallakofinn)
16:00 – 18:45 Móttaka keppnisgagna í íþróttahúsinu
19:00 Nætur Fjarðargangan 2024 ræst
Kjötsúpa / grænmetissúpa strax að keppni lokinni
Verðlaunaafhending strax að keppni lokinni

Laugardagur 10. febrúar
08:00 – 14:00 Sölubásar í íþróttahúsi (Ísfell Húsavík, Fjallakofinn)
08:00 – 10:30 Móttaka keppnisgagna í íþróttahúsinu
08:00 – 11:00 Smurningsaðstaða í íþróttahúsi (ekki smurbekkir)
11:00 Fjarðargangan 2024 ræst
Kjötsúpa / grænmetissúpa strax að keppni lokinni
15:00 Kaffisamsæti og verðlaunaafhending í Tjarnarborg
Verðlaunað er í eftirfarandi aldursflokkum:
30 km, 17-34 ára, 35-49 ára, 50-59 ára, 60-69 ára og 70 ára og eldri, kvenna og karla.15 km, þrjú efstu sæti kvenna og karla
Úrdráttarverðlaun verða dregin út í kaffisamsætinu kl 15:00.