Veiðifélag Ólafsfjarðar hefur óskað eftir tilboðum í leigu á Fjarðará í Ólafsfirði. Um er að ræða bleikjuá þar sem með slæðist sjóbirtingur og lax. Veiðitímabil er frá 15. júlí til 20. september ár hvert. Þriðjudagar eru bændadagar. Leigutaki sér um veiðivörslu.

Nánari upplýsingar á netfangið veidifelagolafsf@gmail.com.

Tilboð óskast send til og með 20. desember 2022 á Veiðifélag Ólafsfjarðar, Hlíðarvegi 53 eh, 625 Ólafsfirði. Eða á netfangið veidifelagolafsf@gmail.com.

Veiðifélagið áskilur sér rétt á að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.