Í október hófst Fjallalambsdeildin í annað sinn þegar ríkjandi meistarar síðasta vetrar, Rimar frá Dalvík, héldu fyrsta mót vetrarins. Skemmst er frá því að segja að þessa 1. umferð deildarinnar vann KA eftir jafna og spennandi keppni þar sem 3 lið höfðu sama stigafjölda á toppnum en stigahlutfall réð úrslitum. Laugardaginn 24. nóvember var svo leikin 2. umferð og fór hún fram á heimavelli KA á Akureyri og voru heimamenn mjög sterkir á þessu móti. KA vann sitt annað mót í röð og náði þar með nokkuð góðri forystu í deildinni á næstu lið en Völsungar og Rimar eru jöfnir í 2. – 3. sæti 5 stigum á eftir KA.
Fjallalambsdeildin er samstarfsverkefni nokkurra blakfélaga á Norðurlandi. Þarna eru KA á Akureyri, Hyrnan á Siglufirði, Rimar á Dalvík, Völsungur á Húsavík og Snörtur á Kópaskeri en deildin er rekin af Snartarmönnum.
Deildin var í fyrsta sinn starfrækt tímabilið 2011 – 2012 og eru ríkjandi meistarar frá því tímabili Rimar.
Hægt er að fræðast meira um Fjallalambsdeildina, reglur hennar og stöðu liðanna á heimasíðunni www.fjallalambsdeildin.is