Á morgun sunnudaginn 14. apríl verður Ólafsfjarðar- Siglufjarðar- og Fjallabyggðarmót í svigi og stórsvigi. Mótið verður haldið á Skíðasvæðinu í Skarðsdal klukkan 10 og allir æfingakrakkar í Fjallabyggð eru skráðir á mótin. Mótin verða keyrð hvert á eftir öðru.
Það verður pylsupartý í fjallinu á milli móta.
Ljósmynd: Héðinsfjörður.is