Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt hefja undirbúning á útboði á knatthúsi í Ólafsfirði ásamt breytingu á skipulagi. Fjallabyggð hyggst óska eftir tilboðum í lánsveitingu til að fjármagna byggingu hússins. Bæjarstjórnin leggur áherslu á að þessum verkefnum í undirbúningi verði hraðað svo hægt verði að framkvæma á árinu 2026.  Húsið verður 72×50 metrar á stærð.
Virkilega góðar fréttir fyrir knattspyrnuunnendur og iðkendur KF í  Fjallabyggð að fá loksins heilsárs æfingaaðstæðu.
Til að setja þesssa stærð í samhengi þá er Laugardalsvöllur í Reykjavík skráður 105×68 metrar.