Fjallabyggð vinnur að samningi við Leyningsás ses. um skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði  og framtíðarsýn svæðisins.
Markmiðið með samninginum er meðal annars að efla vetraríþróttir í Fjallabyggð til hagsbóta fyrir íbúa sem og aðra landsmenn, tryggja aðgengi að vel útbúnu skíðasvæði, tryggja að skíðasvæðið sé opið á ákveðnum auglýstum tímum, kappkosta að alls öryggis sé gætt á svæðinu, stuðla að því að kostnaði við lyftugjöld sé í hóf stillt og að styðja við bakið á skíðafélögum í Fjallabyggð.
Drög að samningi liggur nú fyrir.