Fjallabyggð opnaði fyrir tilboð í skóla- og frístundaakstur sem auglýst var síðustu vikur. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka tilboði frá Suðurleiðum ehf í aksturinn en samið er til þriggja ára í senn með möguleika á framlengingu. Gerð var krafa um að öll sæti skólabifreiðar væru með þriggjafestu mjaðmar- og axlarbelti.

Reiknað er með 3400 ferðum a.m.k. á ári sem gera um 57.800 km. Á starfstíma grunnskólans þarf sætaframboð að vera 70 sæti en í sumarakstri 40 sæti.

Reiknað er með að akstur á grundvelli útboðsins hefjist þann 20. ágúst 2024.