Sjávarútvegssýning verður haldin frá 22. til 24. september n.k. í Smáranum í Kópavogi.
Bæjarráð Fjallabyggðar telur ekki ástæðu til að taka þátt í sýningunni að þessu sinni. Bæjarráð Fjallabyggðar bendir á að verið sé að vinna að markaðsátaki hafnarinnar – verkefnið kallast hafnsækin starfsemi og verður sú niðurstaða notuð í markaðssetningu hafnarinnar á næstu árum.