Fjallabyggð hefur samþykkt að taka þátt í kostnaði vegna aðstöðuleysis Knattspyrnufélags Fjallabyggðar. Meistaraflokkur KF þarf að leigja sér aðstöðu utan sveitarfélagsins yfir vetrartímann með tilheyrandi kostnaði.
Fjallabyggð hefur samþykkt að styrkja KF vegna þessa um allt að 1,7 milljónir, gegn framvísun reikninga á útlögðum kostnaði vegna leigu á æfingaaðstöðu.