Fjallabyggð hefur samþykkt að styrkja Knattspyrnufélag Fjallabyggðar um allt að 1,7 milljónir króna vegna kostnaðar sem KF þarf að leggja út vegna vallarleigu utan sveitarfélags og bensín og rekstrarkostnaði sem fylgir því.
KF leigði vallaraðstöðu fyrir tæplega 1,3 milljónir í síðasta tímabili og þá vantar bensín og rekstrarkostnað bifreiða. Það hefur því verið dýrt fyrir KF að geta ekki æft í heimabyggð yfir vetrartímabilið, en liðið hefur undanfarin ár fengið stöðu á Dalvík og einnig á Akureyri.
Meistaraflokkur karla hjá KF leikur nú í 3. deild karla og býður félagið eftir nýju heilsárs gervigrasi sem nú er í forhönnun en félagið bindur miklar vonir við að æfingar liðsins geti farið fram mest allt árið þegar nýr völlur verður byggður.
Liðið hefur að auki þurft að spila á útivöllum fyrstu umferðir Íslandsmótsins, þar sem grasvöllurinn í Ólafsfirði hefur ekki verið klár.