Fjallabyggð hefur samþykkt að styrkja Hollvinafélag Kvíabekkjarkirkju í Ólafsfirði um 500 þúsund krónur.
Mikil vinna hefur verið undanfarið ár í kirkjunni sem er í uppgerð.
Nýlega var steypt undir kirkjuna og rafmagn tengt. Áður hafði kirkjan verið lyft af stæðinu meðan steyptir voru sökklar undir kirkjuna. Mikil sjálfboðavinna hefur verið í þessu verkefni og einnig margir iðnaðarmenn komið að verkinu.
Kirkjan er friðuð en byggingarár er skráð 1892 eftir að upphafleg kirkja fauk. Kirkjan var aflögð árið 1916 en lagfærð og endurvígð 1958.