Fjallabyggð hyggst styðja Alþýðuhúsið á Siglufirði um 200.000 kr. á ári í formi afsláttar á fasteignaskatti í samræmi við reglur bæjarfélagsins en húsið er vinnustofa fyrir allar tegundir listgreina og fræðimennsku.  Menningarstarfsemi hefst í húsinu í júlí en eigandi hússins er Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.

Ætlunin er að vera með  menningardag og listasmiðju ár hvert fyrir bæjarbúa.