Fjallabyggð vinnur nú að nýjum vefi sem verður fyrir frístundir, menningu og afþreyingu í Fjallabyggð. Fjallabyggð keypti lénið fjorifjallabyggd.is í ágúst síðastliðinn, en ekki er búið að birta vef og upplýsingar þar inni. Reiknað er með að vefurinn fari í loftið síðar í október mánuði. Inni á vefnum verður hægt að finna upplýsingar um æfingar íþróttafélaganna í Fjallabyggð og einnig upplýsingar um viðburði fyrir menningu og afþreyingu.
Vefurinn var kynntur sérstaklega af menningarfulltrúa Fjallabyggðar á formannafundi Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar sem haldinn var í vikunni.