Gengið hefur verið frá samstarfssamningi milli Fjallabyggðar og Síldarminjasafn Íslands um markaðssetningu Siglufjarðarhafnar sem ákjósanlegum viðkomustað skemmtiferðaskipa. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt samning þess efnis. Það voru þær Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar og Anita Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafnsins sem undirrituðu samninginn í gær.

Samkomulagið gildir frá 1. janúar 2023 og er uppsegjanlegt að beggja hálfu með sex mánaða fyrirvara.

Fjallabyggðarhafnir eru aðili að hagsmunasamtökunum Cruise Iceland og Cruise Europe og verður Siglufjarðarhöfn markaðssett sem ákjósanlegur viðkomustaður skemmtiferðaskipa.

Nú þegar hafa verið bókaðar 30 skipakomur sumarið 2023 til Siglufjarðar.

Skemmtiferðaskipið Ocean Endeavour