Næstkomandi föstudag, 23. september mun lið Fjallabyggðar keppa við lið Snæfellsbæjar í Útsvari á Rúv.

Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Fjallabyggð teflir fram sama liði og í fyrra en liðið skipa María Bjarney Leifsdóttir, Ámundi Gunnarsson og Halldór Þormar Halldórsson. Halldór Þormar verður þó fjarverandi næstkomandi föstudag og mun Guðmundur Ólafsson leikari hlaupa í skarðið.

Þátturinn hefst kl. 20:10 á RÚV.