Fimmtudaginn 7. september milli kl. 13:00 – 15:00 verður skipulagsfulltrúi Fjallabyggðar með opið hús í Ráðhúsi Fjallabyggðar að Gránugötu 24, þar sem tillögurnar og breyting á aðalskipulagi verða kynntar þeim sem þess óska.
Að lokinni þessari kynningu og umfjöllun skipulags- og umhverfisnefndar verða tillögurnar auglýstar með a.m.k. 6 vikna athugasemdafresti svo allir hafi kost á því að koma með athugasemdir eða ábendingar.
Helstu punktar eru:
Hætt verður við fyrirhugaða landfyllingu. Athafnasvæði verður minnkað, strandsvæði stækkað og hafnarsvæði minnka. Óbyggt svæði breytist í útvistarsvæði.
Nánari upplýsingar og gögn má finna á vef Fjallabyggðar.