Fjórða sorptunnan er á leiðinni til íbúa Fjallabyggðar og af því tilefni verða íbúafundir fimmtudaginn 9. febrúar. Á Siglufirði verður fundur í Ráðhúsi Fjallabyggðar kl. 16:30-17:30 og í Ólafsfirði í Tjarnarborg kl. 18-19.
Framvegis verður því flokkað í fjórar tunnur í Fjallabyggð í nýjum samræmum flokkunarkerfi.

Nýja flokkunarkerfið byggir á sérsöfnun á eftirfarandi flokkum við
íbúðarhús:
• Pappír og pappi
• Plastumbúðir
• Lífrænn eldhúsúrgangur
• Almennt sorp

 

Þá er sveitarfélögum einnig skylt að nota samræmdar flokkunarmerkingar sem mun einfalda fólki mikið við flokkun.
Merkingarnar eru samnorrænar og mikið af innfluttum vörum frá Norðurlöndunum eru nú þegar merktar með þessum merkjum til að leiðbeina neytendum hvernig skuli flokka.

Nánari leiðbeiningar í bæklingi frá Fjallabyggð.