Skemmtiferðaskipið Scenic Eclipse II kemur til Siglufjarðar þann 28. júlí næstkomandi. Skipið er með 114 klefa og tekur 228 manns og er með 176 manna áhöfn. Skipið er á 10 hæðum en 5 hæðir hafa gistiklefa.

Um er að ræða lúxus snekkju. Fjallabyggð hefur nú heimilað þyrluflug vegum skemmtiferðaskipa innan Fjallabyggðar, en bæjarstjóri mun afgreiða leyfi um slík erindi í framtíðinni.

Það var Gára ehf sem óskaði eftir slíku leyfi fyrir umrætt skip og hefur Fjallabyggð heimilað þessa afþreyingu fyrir ferðamenn sem vilja njóta útsýnisflugs innan byggðarinnar, enda slík þjónusta í boði í byggðarlaginu.