Fjallabyggð hefur mokað fyrir tæpar 9 milljónir króna á þessu ári og hefur klárað þann kvóta sem upp var lagt með í fjárhagsætlun fyrir árið 2012. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur því samþykkt tilflutning á fjármagni til að mæta þessum aukna kostnaði.  Færður verður því úr öðrum liðum vegaframkvæmda í snjómokstur og hálkueyðingu að upphæð 3.5 milljónir króna.