Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að kaupa varaafl fyrir Íþróttamiðstöðina í Ólafsfirði og búsetukjarna að Lindargötu 2 á Siglufirði. Kostnaður vegna þessa tveggja stofnana mun vera um 600.000 kr. Þá mun Fjallabyggð hefja viðræður við Heilbrigðisstofnun Norðurlands(HSN) um þátttöku og útfærslu á varaafli fyrir hjúkrunarheimilið Hornbrekku í Ólafsfirði.
Um er að ræða aðgerðaráætlun vegna óveðurs sem var í Fjallabyggð í desember 2019.