Fjallabyggð opnaði tilboð öðru sinni í ræstingu stofnana í Fjallabyggð. Um var að ræða ræstingu í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði og Leikskóla Fjallabyggðar á Siglufirði.
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka tilboði Katrínar Drífu Sigurðardóttur fyrir hönd óstofnaðs félags í ræstingu Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði og ræstingu Ráðhúss Fjallabyggðar og tilboði Kristalhreint ehf í ræstingu Leikskóla Fjallabyggðar á Siglufirði.
Gerður verður þriggja ára samningur með möguleika á framlengingu til eins árs að hámarki tvisvar.
Eftirfarandi tilboð bárust fyrir ræstingu grunnskólanum:
EE Þrif ehf. í reglulega ræstingu kr. 65.087.303,
Hreinn Fjörður ehf.í reglulega ræstingu kr. 63.751.462
Katrín Drífa Sigurðardóttir, f.h. óstofnaðs félags, í reglulega ræstingu kr. 43.178.213
Kristalhreint ehf.í reglulega ræstingu kr. 60.598.527
Ræsting fyrir Leikskólann á Siglufirði:
EE Þrif ehf. í reglulega ræstingu og árleg sumarþrif. kr. 46.156.658
Hreinn Fjörður ehf. í reglulega ræstingu og árleg sumarþrif kr.57.954.722
Kristalhreint ehf. í reglulega ræstingu og árleg sumarþrif kr.38.658.061
Hreinn Fjörður ehf. í reglulega ræstingu og árleg sumarþrif kr.57.954.722
Kristalhreint ehf. í reglulega ræstingu og árleg sumarþrif kr.38.658.061
Ræsting fyrir Ráðhús Fjallabyggðar:
EE Þrif ehf. í reglulega ræstingu og árleg þrif á gluggum. kr.29.945.256
Hreinn Fjörður ehf. í reglulega ræstingu og árleg þrif á gluggum kr.30.118.226
Katrín Drífa Sigurðardóttir, f.h. óstofnaðs félags, í reglulega ræstingu og árleg þrif á gluggum kr. 21.428.878
Kristalhreint ehf. í reglulega ræstingu og árleg þrif á gluggum kr.24.715.212
Hreinn Fjörður ehf. í reglulega ræstingu og árleg þrif á gluggum kr.30.118.226
Katrín Drífa Sigurðardóttir, f.h. óstofnaðs félags, í reglulega ræstingu og árleg þrif á gluggum kr. 21.428.878
Kristalhreint ehf. í reglulega ræstingu og árleg þrif á gluggum kr.24.715.212
Allar upphæðir eru með virðisaukaskatti.
Í fyrra útboði voru þetta hérna lægstu verðin, en öll verð hækkuðu í þessu nýja útboði, eftir að lægstbjóðandi í fyrra útboði hætti við og hætti rekstri.
Ræstingu í Ráðhúsi Fjallabyggðar fyrir kr. 17.376.383,-
Ræstingu á starfstöð Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu fyrir kr. 37.224.310,-
Ræstingu á Leikskálum fyrir kr. 40.079.400,-