Fjallabyggð auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til menningarmála, fræðslumála, rekstrarstyrkja til safna og setra, styrkja vegna hátíða og styrkja til greiðslu fasteignaskatts félaga og félagasamtaka vegna ársins 2023. Einnig er tekið á móti ábendingum, tillögum og/eða erindum er varða fjárhagsáætlun 2023.

Allir einstaklingar og félagasamtök sem hafa hug á að sækja um styrki eða framlög vegna ársins 2023 er bent á að senda inn rafrænar umsóknir gegnum íbúagáttina “Mín Fjallabyggð” sem finna má hér á heimasíðu Fjallabyggðar.

Einungis er tekið við rafrænum umsóknum á Mín Fjallabyggð.

Skilafrestur umsókna er til og með 30. október 2022. Alla jafna eru styrkir ekki veittir á öðrum tímum.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja sem aðgengilegar eru hér.

Gert er ráð fyrir að úthlutun fari fram í janúar 2023.

Fyrirspurnir og nánari upplýsingar veita deildarstjóri fræðslu,- frístunda- og menningarmála, Ríkey Sigurbjörnsdóttir, rikey@fjallabyggd.is og deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála, Bragi Freyr Kristbjörnsson, netfang bragi@fjallabyggd.is eða gegnum netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is