Fjallabyggð auglýsir eftir aðila eða aðilum til að taka að sér rekstur og umsjón með knattspyrnuvellinum í Ólafsfirði. Um er að ræða knattspyrnuvöll KF auk æfingasvæðis og aðkomu að húsvörslu í vallarhúsinu. Verkefni eru meðal annars viðhald og umhirða svæðis. Undirbúningur fyrir leiki og aðra viðburði á svæðinu. Sláttur á öllu svæðinu. Loftun, götun og söndun á svæðinu. Sáning, efniskaup og dreifing áburðar á gras. Minniháttar viðhald mannvirkja og búnaðar á svæðinu.
Starfsmaður skal hafa viðveru á vellinum þann tíma sem starfsemi fer fram. Gert er ráð fyrir að undirbúningur hefjist strax eftir páska.
Umsóknir er hægt að senda á fjallabyggd@fjallabyggd.is, og er umsóknarfrestur út miðvikudaginn 16. apríl.
Um er að ræða lifandi og fjölbreytt starf.