Fjallabyggð hefur afturkallað nýjar byggingalóðir á Siglufirði þar sem fullnægjandi gögn hafa ekki borist vegna umsóknar um byggingarleyfi.
Um er að ræða raðhúsalóðina Eyrarflöt 22-28 og parhúsalóðina Eyrarflöt 11-13 á Siglufirði.
Lóðirnar verða auglýstar aftur til úthlutunar hjá Fjallabyggð.