Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldinn hátíðleg í Dalvíkurbyggð um helgina. Fiskverkendur og fleiri framtakssamir í byggðarlaginu bjóða, með hjálp góðra styrktaraðila, landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti, milli kl. 11:00 og 17:00.
Markmið hátíðarinnar er að fólk komi saman, hafi gaman og borði fisk. Matseðilinn breytist ár frá ári þó ávallt sé boðið upp á ákveðna vinsæla rétti. Af þeim er helst að nefna fiskborgarana sem grillaðir eru á lengsta grilli á Íslandi. Grillið er færiband og á því stikna borgararnir 8 metra leið. Á fjórtán grillstöðvum víða um svæðið grilla heimamenn fjölbreyttar fisktegundir. Öllum réttum fylgja brauð og drykkir eins og hver getur í sig látið.
Kvöldið fyrir Fiskidaginn mikla bjóða íbúar byggðalagsins gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Afar vönduð og fjölbreytt skemmtidagskrá hefur prýtt hátíðina.
- Dagskrá á aðalsviðinu 11. ágúst milli kl 11.00 – 17.00
- Dagskrá á hátíðarsvæði, önnur en á sviði. 11. ágúst milli kl 11.00 – 17.00
- Dagskrá í bænum almennt – 7. – 12. ágúst.
Nánari upplýsingar hér.