Fiskbúð Fjallabyggðar á Siglufirði hefur tekið breytingum eins og eigendur tilkynntu í nóvember á síðasta ári þegar verslunin lokað tímabundið.  Fiskbúðin opnar nú með breyttu snið en staðurinn opnar aftur sem veitingastaður en einnig verður hægt að kaupa frosinn fisk, en fiskborðið hættir með ferskan fisk. Boðið verður uppá vandaða og bragðgóða rétti með áherslu á sjávarfang.

Byrjað verður að bjóða uppá vinsæla réttinn – fiskur og franskar, fiskipizzu og svo er stefnt að bjóða upp á heitan plokkfisk ásamt meðlæti.

Fiskbúð Fjallabyggðar  Fish & chips opnar formlega miðvikudaginn 16. apríl kl. 11:00, og verður opinn yfir páskana samkvæmt eftirfarandi opnunartímum:

  • Miðvikudagur: 11–18
  • Skírdagur: 11–18
  • Föstudagurinn langi: 11–18
  • Laugardagur: 11–15

Að páskum loknum verður staðurinn lokaður þar til í byrjun júní.

 

Vefurinn veitingageirinn.is greindi fyrst frá þessu og er ljósmynd birt með góðfúsu leyfi vefsins.