Nú er fimmtándu Blúshátíðinni lokið sem haldin hefur verið í Ólafsfirði öll þessi ár.  Hátíðin ber nafnið Blue North Music Festival og er það er Jassklúbbur Ólafsfjarðar, með þá Gísla Rúnar Gylfason og Magnús G. Ólafsson í fararbroddi. Að þessu sinni voru tónleikar fimmtudag, föstudag og laugardag og fjölbreytt dagskrá.

Á laugardeginum var útimarkaður við Menningarhúsið Tjarnarborg og ungir tónlistarmenn stigu á stokk. Útvarp Trölli var með beina útsendingu frá staðnum og góð stemmning var í Ólafsfirði.

2e082a36-0e1f-49eb-a109-2320c9172b31_MS

 

 

 

 

 

 

 

Tröllaskagahraðlestin steig á svið. Ljósmynd: 625.is