Fimm tilboð bárust í veiðirétt í Fjarðará í Ólafsfirði þegar auglýst var eftir tilboðum í leigu í lok desember 2022. Farið var yfir málið á stjórnarfundi Veiðifélags Ólafsfjarðar í lok janúar 2023. Málið var einnig tekið fyrir í Bæjarráði Fjallabyggðar nú í vikunni.

Ekki var upplýst hver ákvörðun stjórnarinnar var í þessu máli.

Ólafsfjarðará er bleikjuá þar sem með slæðist sjóbirtingur og lax. Veiðitímabil er frá 15. júlí til 20. september ár hvert.

Leigutaki sér um veiðivörslu.