Eftir aðalfund Fimleikadeildar UMFS Dalvíkur er ljóst að ekki náðist að mynda nýja stjórn á fundinum. Af þeim sökum fer félagið í dvala samkvæmt lögum fèlagsins sem samþykkt voru á aðalfundinum.
Þar af leiðandi munu fimleikaæfingar hjá félaginu ekki hefjast á ný nema ný stjórn taki til starfa og þjálfarar finnist.
Áhugasamir geta sett sig í samband við íþrótta,-og æskulýðsfulltrúa Gísla Rúnar Gylfason á netfangið gislirunar@dalvikurbyggd.is.
Fráfarandi stjórn þakkar samstarfið og vonar innilega að það náist að mynda nýja stjórn sem fyrst svo fimleikar í Dalvíkurbyggð megi áfram blómstra.
Fráfarandi stjórn:
Júlíana Kristjánsdóttir
Íris Hauksdóttir
Magni Þór Óskarsson
Harpa Rut Heimisdóttir
Erla Hrönn Sigurðardóttir