Undirskriftarlisti hefur borist frá ferðaþjónustuaðilum á Siglufirði til Skipulags- og Umhverfisnefndar Fjallabyggðar þar sem óskað er eftir að takmarka staðsetningu húsbíla á miðbæjarsvæðinu yfir há ferðamannatímann og er bent á að nýta megi malarvöllinn Túngötu fyrir húsbíla.  Einnig er bent á að ástæða sé til að fegra núverandi húsbílastæði, gera þar snotran almenningsgarð sem tengdi Síldarminjasafnið, höfnina, torgið og Aðalgötuna.
Hópurinn óskar einnig eftir að bæjaryfirvöld Fjallabyggðar efni til opins fundar með hagsmunaaðilum og áhugasömum bæjarbúum um þessi brýnu skipulagsmál.