Síðustu vikuna hafa ferðamenn verið að koma og gista á tjaldsvæðinu á Siglufirði, en það opnaði nýverið. Í nótt fór hitinn niður í 1,6° á Siglufirði og því í kaldara laginu fyrir tjaldbúa. Veður hefur verið gott síðustu daga og spáin áfram góð fyrir Norðurlandið. Enn sem komið er eru húsbílar vinsælastir, enda sá árstími sem fólk byrjar að taka fram bílana.

Nýtt aðstöðuhús rýs nú hratt í Ólafsfirði og verður það mikil bylting fyrir tjaldsvæðið þar þegar það verður komið í notkun.

Guðmundur Ingi Bjarnason tjaldvörður í Fjallabyggð er bjartsýnn á sumarið og reiknar með góðum fjölda til Fjallabyggðar.

Myndir: Guðmundur Ingi Bjarnason.