Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar hélt nýverið sinn fyrsta aðalfund og stjórnarfund en spennandi verkefni eru mögulega framundan þar. Félagið vill kanna möguleikann á því að heilsutengd ferðaþjónusta geti orðið í Eyjafjarðarsveit. Lagt er til að Eyjafjarðarsveit verði áfangastaður fyrir heilsuferðamenn og þar verði svokölluð vellíðunarferðaþjónasta með aðkomu frá sveitarfélaginu.

Meðal viðburða þetta árið í Eyjafjarðarsveit eru:

  •  Páskar í sveitinni (apríl)
  •  Sumardagurinn fyrsti  (apríl)
  •  Fíflahátíð  (júní)
  •  Handverkshátíð (ágúst)
  •  Göngur og réttir (sept/okt)
  •  Jólamarkaður í Dyngjunni (desember)
  •  Prúðbúnir póstkassar (tilvalið að allir séu tilbúnir sumardaginn fyrsta)

Ljósmynd: Magnús Rúnar Magnússon / Héðinsfjörður.is