Ferðafélagið Hörgur í Hörgársveit hefur birt fyrstu drög af ferðaáætlun ársins 2012. Ýmsar áhugaverðar göngur  verða í boði eins og listinn hér sýnir:

19. apríl. Sumardagurinn fyrsti:
    Gengið frá Bug í Hörgárdal að Baugaseli í Barkárdal.
Mæting við Bug kl. 10,00.

16. júní. Fífilbrekkuhátíð:
     Gengið á Halllok í Drangafjalli.
Mæting við Hraun í Öxnadal kl 9,00.

21. júní. Sólstöðuganga.
Gengið á Staðarhnjúk í Möðruvallafjalli.
Mæting við Möðruvelli 3 kl. 20,00.

23. júní. Jónsmessuvaka í Baugaseli.
Mæting við Bug kl. 20,00.

21. júlí.. Barnagönguferð. Hvað er á bak við fjallið?.
Sérstaklega fyrir krakka 8-12 ára. Fullorðnir velkomnir með.
Gengið á  Möðruvallafjall og skyggnst yfir í Þorvaldsdal.
Mæting við Möðruvelli 3 kl. 10,00.

9. ágúst. Gengið að Nykurtjörn í Svarfaðardal.
Mæting við Steindyr kl. 10,00.

10. ágúst. Gengið að Tröllaspegli á Glerárdal.
Mæting við Skíðahótelið kl. 10,00.

11. ágúst. Gengið að Burstabrekkuvatni í Ólafsfirði.
Mæting við Burstabrekku kl. 10,00

12. ágúst. Barnagönguferð. Hvar er vatnið?
Gengið að Hraunsvatni í Öxnadal.
Sérstaklega fyrir krakka 8-12 ára en fullorðnir eru velkomnir með.
Mæting við Hraun kl 10,00.