Næsta ganga Ferðafélags Siglufjarðar er á Suðureggjar Siglufjarðarfjalla, laugardaginn 18. ágúst.
Nánar um gönguna:
Gengið er frá Skarðdalsviki, efstu beygju á Siglufjarðarskarsðvegi að austanverðu. Gengið er suðaustur og fjallatoppar þræddir að Almenningshnakka sem er hæstur siglfirskra fjalla. Komið er niður Hólsskarð og gengið út Hólsdalinn. Hér er um bratta og klettótta leið að ræða, með lausum skriðum og eftir háum eggjum. Þessi gang er ekki fyrir lofthrædda en leiðin býður upp á stórfenglegt útsýni til allra átta. Erfiðleikastig 3-4.
- Verð: 500 kr.
- Göngutími 8-10 klst.
- Brottför frá Skarðsdalsviki kl. 8:00
Heimild: www.fs.fjallabyggd.is