Ferðafélag Siglufjarðar stendur fyrir gönguferð upp á Hólshyrnuna laugardaginn 4. ágúst.
Gengið er frá Saurbæjarási og upp framan í eggjum Hólshyrnu, Hólshyrnuröðul, og upp á Hólshyrnuna. Leiðin er nokkuð brött á köflum og ekki fyrir lofthrædda. Gengið er suður eftir Hólsfjalli, ofan í Stóruskál og niður í Hólsdal. Mesta hæð 687 m.
Verð 500 kr. Göngutími 4-5 klst. Brottför frá flugvellinum klukkan 10:00.
Heimasíða FS er http://fs.fjallabyggd.is
Myndir frá eldri ferðum má sjá hérna.
Ljósmynd:Héðinsfjörður.is